Dagbók

Fyrirsagnalisti

EP Claim Drafting Practice (Advanced Course)

Námskeið á vegum FORUM - München 15.-16. maí 2014.

Examination Matters 2014

Námskeið á vegum EPO - München 2.-3. júlí 2014.

Fleira


Fyrirmyndarstofnun 2013

Fyrirmyndarstofnun 2013

Fréttir

Nýsköpunartorg verður haldið í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24. maí. - 22 apr. 2014

Nýsköpunartorgið samanstendur annars vegar af fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og hins vegar sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun, hindranir, leiðir að árangri, reynslu, vörur og þjónustu; ýmist á sérstöku sýningarsvæði eða í formi stuttra kynninga eða örerinda. Samtök iðnaðarins, Rannís, HR, Einkaleyfastofan og Ský og fleiri aðilar sem tengjast nýsköpunarumhverfinu á Íslandi standa fyrir Nýsköpunartorginu.

Lesa meira

Stuðningur við EQE prófið - 15 apr. 2014

Einkaleyfastofan vekur athygli á því að í samstarfssamningi stofnunarinnar við Evrópsku einkaleyfastofuna, EPO, er gert ráð fyrir sérstökum stuðningi til þeirra sem hafa hug á því að þreyta EQE-prófið og öðlast réttindi sem sérstakur fyrirsvarsmaður gagnvart EPO (e. European Patent Attorney). Um er að ræða sérstaka stuðningsáætlun (e. EQE Candidate Support Project (CSP)), sem sett var á laggirnar árið 2012 og er samstarfsverkefni EPO, EPI og CEIPI. Nánari upplýsingar um verkefnið, algengustu spurningar og svör ásamt umsóknareyðublaði er að finna hér.

Lesa meira

ELS tíðindi - 15 apr. 2014

4.tölublað ELS-tíðinda er nú aðgengilegt á vefnum. Tíðindin eru aðeins birt með rafrænum hætti. Útprentun af tíðindunum er þó fáanleg hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu. Lesa meira

Tilkynning til umsækjanda og umboðsmanna varðandi rannsókn umsókna um einkaleyfi - 28 mar. 2014

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á rannsókn umsókna sem sendar eru til dönsku einkaleyfastofunnar, DKPTO. Í breytingunum felst að leitir og rannsóknir verða umfangsmeiri og ættu því að skila enn betri niðurstöðum.  

Lesa meira

ELS tíðindi - 15 mar. 2014

3. tölublað ELS-tíðinda er nú aðgengilegt á vefnum. Tíðindin eru aðeins birt með rafrænum hætti. Útprentun af tíðindunum er þó fáanleg hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu. Lesa meira

Alþjóðlegt átak gegn eftirlíkingum - 13 mar. 2014

Embætti Tollstjóra tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem ber yfirskriftina „Falsanir: ekki kaupa hlut í skipulagðri glæpastarfsemi“ sjá vefsíðu herferðarinnar. Verkefnið er nýhafið og beinist að því að vekja athygli á vörufölsun í tengslum við alþjóðlega skipulagða glæpastarfsemi. 

Lesa meira

Metár í fjölda einkaleyfisumsókna hjá EPO - 11 mar. 2014

Evrópska einkaleyfastofan (EPO) hefur gefið út skýrslu fyrir árið 2013. Skýrsluna má sjá í heild sinni á vefsíðu EPO, umfjöllun um skýrsluna á vefsíðu CNN og stutt myndrænt yfirlit úr skýrslu EPO fyrir árið 2013 á youtube.com.

Lesa meira

Eldri fréttirlogo1
logo2
logo3
logo4