Dagbók

Fyrirsagnalisti

Technology Commercialisation - Virtual classroom lessons

Fjarkennsla i boði EPO (Evrópsku einkaleyfastofunnar) í formi 1 klst. langra fyrirlestra í fjögur skipti á eftirtöldum dagsetningum í júní: 10, 12, 23 og 26.

Munich International Patent Law Conference 2015

Ráðstefna á vegum EPO - München 19. júní 2015.

Fleira


Fyrirmyndarstofnun 2014


Fréttir

Ísland gerist aðili að DesignView - 18 maí 2015

Frá og með 18. maí 2015, hefur Einkaleyfastofan gert gögn sín er varða hönnun aðgengileg í leitarvél DesignView.

UDesignViewm 3.500 hönnunarskráningar frá Íslandi hafa því bæst við leitarvélina, og veitir DesignView nú upplýsingar um og aðgang að alls 4,2 milljónum hönnunarskráninga.

Lesa meira

ELS tíðindi - 15 maí 2015

5. tölublað ELS-tíðinda er nú aðgengilegt á vefnum. Tíðindin eru aðeins birt með rafrænum hætti. Útprentun af tíðindunum er þó fáanleg hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu. Lesa meira

Haag samningurinn um alþjóðlega skráningu hönnunar tekur gildi í Bandaríkjunum og Japan - 13 maí 2015

Þann 13. maí 2015 mun Haag samningurinn um alþjóðlega skráningu hönnunar (e. Hague System) taka gildi í Bandaríkjunum og Japan. Þetta þýðir að nú geta notendur Haag kerfisins tilnefnt Bandaríkin og Japan í alþjóðlegri hönnunarumsókn, og bandarísk og japönsk fyrirtæki og einstaklingar geta að sama skapi verndað hannanir sínar í þeim fjölda landa og stofnana sem eru aðilar að Haag kerfinu.

Lesa meira

Stuðningur við EQE prófið - 13 maí 2015

Einkaleyfastofan vekur athygli á því að frestur til að sækja um í stuðningsáætlun EPO (e. EQE Candidate Support Project (CSP)) við EQE prófið er til 29. maí nk. Nauðsynlegt er jafnframt, til þess að umsókn í stuðningsáætlunina verði tekin til meðhöndlunar, að sækja um þátttöku í undirbúningsprófinu (e. pre-examination) fyrir 2. júní nk.

Lesa meira

Einkaleyfastofan er Fyrirmyndarstofnun - 8 maí 2015

Stofnun ársins 2015Einkaleyfastofan hlaut sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun árs­ins 2015 í flokki meðalstórra stofn­ana (20-49 starfsmenn), en niður­stöður úr könn­un­inni Stofn­un árs­ins 2015 voru kynnt­ar í Hörp­u við hátíðlega athöfn að viðstöddu margmenni hinn 7. maí 2015.

Lesa meira

Tilkynning vegna verkfalls hjá FJS - 7 maí 2015

Vegna verkfalls starfsmanna hjá Fjársýslu ríkisins er mögulegt að nýjar  kröfur birtist ekki í heimabönkum á meðan á verk­falli stendur. Viðskiptavinir geta hins vegar ávallt fengið upplýsingar um greiðslustöðu og greitt kröfur á skrifstofu Einkaleyfastofunnar eða í bankaútibúum.

Lesa meira

Umsóknir um viðbótarvernd ekki settar á bið - 4 maí 2015

Landsrétturinn í Vín hefur vísað tveimur spurningum varðandi gildistíma viðbótarverndar einkaleyfa til Evrópudómstólsins (C-471/14 Seattle Genetics). Einkaleyfastofan hefur móttekið beiðnir frá umsækjendum um viðbótarvernd þess efnis að beðið verði með málsmeðferð og/eða veitingu viðbótarverndar meðan beðið er niðurstöðu í umræddu dómsmáli.

Lesa meira

ELS tíðindi - 15 apr. 2015

4. tölublað ELS-tíðinda er nú aðgengilegt á vefnum. Tíðindin eru aðeins birt með rafrænum hætti. Útprentun af tíðindunum er þó fáanleg hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu.
Lesa meira

Viðvörun vegna falsaðra greiðslubeiðna    - 31 mar. 2015

Einkaleyfastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum.

Einkaleyfastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og beinir þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að greiða ekki umbeðin gjöld berist þeim erindi af þessu tagi en tilgangur þessara erinda virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.

Lesa meira

Evrópsk einkaleyfi geta nú tekið gildi í alls 41 landi - 24 mar. 2015

Þann 1. mars sl. bættist Marokkó við þau lönd þar sem evrópsk einkaleyfi geta tekið gildi og eru þau þar með orðin 41. Umsóknir um evrópsk einkaleyfi, sem lagðar eru inn frá fyrrgreindri dagsetningu, geta þar með hlotið staðfestingu í Marokkó eftir veitingu, óski einkaleyfishafi eftir því. Umsóknir og veitt evrópsk einkaleyfi í Marokkó munu hafa sömu lagalegu stöðu og ef um landsbundnar umsóknir og einkaleyfi væri um að ræða.

Lesa meira

Eldri fréttirlogo1
logo2
logo3
logo4