Dagbók

Fyrirsagnalisti

Patent License Agreement - Drafting Workshop

Námskeið á vegum FORUM - Amsterdam 11.12.2014.

Joint Licensing - Legal & Practical Aspects

Námskeið á vegum FORUM - Amsterdam 22.01.2015.

Fleira


Fyrirmyndarstofnun 2014


Fréttir

Ísland gerist aðili að TMview - 24 nóv. 2014

Frá og með 24. nóvember 2014, hefur Einkaleyfastofan gert gögn sín er varða vörumerki aðgengileg í leitarvél TMview. TMview kerfið er afrakstur alþjóðlegs samstarfsverkefnis sem OHIM hefur umsjón með og er Einkaleyfastofan 37. skrifstofan sem gerir gögn sín aðgengileg í TMview. Um 47.000 vörumerki frá Íslandi hafa því bæst við leitarvélina en TMview veitir upplýsingar og aðgang að alls 24,6 milljónum vörumerkja.

Lesa meira

Ný gjaldskrá tekur gildi 1. desember 2014          - 24 nóv. 2014

Einkaleyfastofan vekur athygli á að ný reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl. nr. 804/2014 tekur gildi þann 1. desember nk. Sjá nánar hér.  Eldri gjaldskrá, reglugerð nr. 916/2001 með síðari breytingum, fellur úr gildi á sama tíma. Þeir viðskiptavinir sem hyggjast nýta sér eldri gjaldskrá eru því hvattir til þess að koma erindum sínum til Einkaleyfastofu fyrir lok föstudagsins 28. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Hagnýtingaverðlaun Háskóla Íslands - 21 nóv. 2014

Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands voru afhent  í sextánda sinn við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. nóvember sl., en markmiðið með veitingu þeirra er að laða fram hagnýt verkefni sem starfsmenn og nemendur vinna að og stuðla að nýsköpun innan skólans.

Lesa meira

ElS tíðindi - 15 nóv. 2014

11. tölublað ELS-tíðinda er nú aðgengilegt á vefnum. Tíðindin eru aðeins birt með rafrænum hætti. Útprentun af tíðindunum er þó fáanleg hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu. Lesa meira

Patent Awareness and Technology Transfer - 13 nóv. 2014

Alþjóðahugverkastofnunin (WIPO) í samstarfi við Háskóla Íslands og Einkaleyfastofuna efna til ráðstefnu fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 9:00-16:00 um „Patent Awareness and Technology Transfer“. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi hugverkaréttar við hagnýtingu rannsókna og hvetja til umræðu um gildi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag.

Lesa meira

Austurríki og Singapore í GPPH - 6 nóv. 2014

Þann 1. nóvember sl. bættust Austurríki og Singapore í hóp þeirra 17 ríkja sem hófu PPH samstarf í byrjun þessa árs, Global Patent Prosecution Highway eða GPPH. Umsækjendur hafa því möguleika á því að sækja um flýtimeðferð vegna einkaleyfisumsókna í 19 ríkjum.

Lesa meira

Íslenskt viðmót TMclass á heimasíðu OHIM - 20 okt. 2014

Einkaleyfastofan vekur athygli á að frá og með deginum í dag er íslenskt viðmót TMclass á heimasíðu OHIM. TMclass er kerfi sem OHIM hefur umsjón með og gerir notendum mögulegt að leita að, flokka og þýða tilgreiningar/hugtök vöru- og þjónustuflokka vörumerkja á 31 tungumáli, þ.á m. íslensku.

Lesa meira

ELS tíðindi - 15 okt. 2014

10. tölublað ELS-tíðinda er nú aðgengilegt á vefnum. Tíðindin eru aðeins birt með rafrænum hætti. Útprentun af tíðindunum er þó fáanleg hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu.
Lesa meira

Ný reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki og hönnun o.fl. - 18 sep. 2014

Þann 1. desember 2014 tekur gildi ný reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl. Reglugerðin er nr. 804/2014 og var birt í B-deild Stjórnartíðinda 10. september sl. Sjá nánar hér.

Lesa meira

Auglýsing um gildistöku NICE flokkunarkerfisins og viðmið Einkaleyfastofunnar við endurnýjun vörumerkja - 15 sep. 2014

Eins og tilkynnt var þegar framkvæmd var breytt varðandi túlkun á yfirskrift flokka vöru og þjónustu um síðustu áramót, mun þegar óskað er eftir breytingum við endurnýjun verða miðað við þá útgáfu NICE flokkunarkerfisins sem í gildi var á þeim tíma sem merki var skráð. Einkaleyfastofan hefur tekið saman yfirlit yfir þær auglýsingar á gildistöku einstakra útgáfa hér á landi.

Lesa meira

Eldri fréttirlogo1
logo2
logo3
logo4