Dagbók

Fyrirsagnalisti

International Design - The Hague System - International Registration of Designs

Námskeið á vegum FORUM - Amsterdam 20. maí 2015.

Munich International Patent Law Conference 2015

Ráðstefna á vegum EPO - München 19. júní 2015.

Fleira


Fyrirmyndarstofnun 2014


Fréttir

Umsóknir um viðbótarvernd ekki settar á bið - 4 maí 2015

Landsrétturinn í Vín hefur vísað tveimur spurningum varðandi gildistíma viðbótarverndar einkaleyfa til Evrópudómstólsins (C-471/14 Seattle Genetics). Einkaleyfastofan hefur móttekið beiðnir frá umsækjendum um viðbótarvernd þess efnis að beðið verði með málsmeðferð og/eða veitingu viðbótarverndar meðan beðið er niðurstöðu í umræddu dómsmáli.

Lesa meira

ELS tíðindi - 15 apr. 2015

4. tölublað ELS-tíðinda er nú aðgengilegt á vefnum. Tíðindin eru aðeins birt með rafrænum hætti. Útprentun af tíðindunum er þó fáanleg hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu.
Lesa meira

Viðvörun vegna falsaðra greiðslubeiðna    - 31 mar. 2015

Einkaleyfastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum.

Einkaleyfastofan hefur enga tengingu við þessa aðila og beinir þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að greiða ekki umbeðin gjöld berist þeim erindi af þessu tagi en tilgangur þessara erinda virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur.

Lesa meira

Evrópsk einkaleyfi geta nú tekið gildi í alls 41 landi - 24 mar. 2015

Þann 1. mars sl. bættist Marokkó við þau lönd þar sem evrópsk einkaleyfi geta tekið gildi og eru þau þar með orðin 41. Umsóknir um evrópsk einkaleyfi, sem lagðar eru inn frá fyrrgreindri dagsetningu, geta þar með hlotið staðfestingu í Marokkó eftir veitingu, óski einkaleyfishafi eftir því. Umsóknir og veitt evrópsk einkaleyfi í Marokkó munu hafa sömu lagalegu stöðu og ef um landsbundnar umsóknir og einkaleyfi væri um að ræða.

Lesa meira

Filippseyjar gerist aðili að TMview - 23 mar. 2015

Hinn 23. mars 2015, gerði hugverkastofa Filippseyja (IPOPHIL) gögn sín aðgengileg er varða vörumerki í leitarvél TMview.

IPOPHIL gerðist fyrst aðili að ASEAN TMview sem var þróað af hugverkastofum ASEAN aðildarríkjana með stuðningi ESB-ASEAN verkefnisins um vernd hugverkaréttinda (ECAP III stig II) í umsjón OHIM.

Lesa meira

ELS tíðindi - 15 mar. 2015

3. tölublað ELS-tíðinda er nú aðgengilegt á vefnum. Tíðindin eru aðeins birt með rafrænum hætti. Útprentun af tíðindunum er þó fáanleg hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu. Lesa meira

Ársskýrsla Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) 2014 - 9 mar. 2015

Evrópska einkaleyfastofan (EPO) hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2014. Ársskýrsluna má sjá í heild sinni á vefsíðu EPO.

Lesa meira

ELS tíðindi - 15 feb. 2015

2. tölublað ELS-tíðinda er nú aðgengilegt á vefnum. Tíðindin eru aðeins birt með rafrænum hætti. Útprentun af tíðindunum er þó fáanleg hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu. Lesa meira

Kynningarfundur um flokkun vöru- og þjónustu - 6 feb. 2015

Í lok árs 2013 kynnti Einkaleyfastofan breytingar varðandi túlkun á yfirskrift flokka Nice flokkunarkerfisins um vöru og þjónustu sem tóku gildi 1. janúar 2014. Á sama tíma var eigendum vörumerkjaskráninga, þar sem yfirskrift flokkanna var notuð fyrir 1. janúar 2014, gefið tækifæri til að tilgreina nánar vöru og/eða þjónustu í stað yfirskriftarinnar.

Lesa meira

Afhending gagna - 2 feb. 2015

Einkaleyfastofan hefur endurskoðað framkvæmd stofnunarinnar varðandi afhendingu gagna. Beiðnir sem stofnuninni berast stafa ýmist frá aðilum máls sem geta óskað eftir gögnum á grundvelli þeirra sérlaga sem Einkaleyfastofan starfar eftir, sbr. stjórnsýslulög nr. 37/1993 eða frá almenningi á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.

Lesa meira

Eldri fréttirlogo1
logo2
logo3
logo4