Vernd hugmynda

Fyrr eða síðar verðið þið að fá eignarhald á hugverki ykkar lögverndað því annars munuð þið ekki geta:

  • sýnt öðrum það með öruggum hætti.
  • orðið viðurkenndir eigendur þess að lögum.
  • grætt á viðskiptalegri hagnýtingu þess.
  • hindrað eða fælt frá óleyfilega notkun annarra á því.

Til eru nokkrar gerðir verndar, sem falla undir hugverkaréttindi. Yfirleitt er besta leiðin til að vernda hugmynd í þróunarferli sú, að nota skipulagt samspil hugverkaréttinda. 

Margir uppfinningamenn gefa sér að eina leiðin til að vernda uppfinningu sína sé að fá á henni einkaleyfi. Þótt einkaleyfi séu yfirleitt mikilvæg (sjá Einkaleyfisferlið síðar) má velta fyrir sér fleiri tegundum hugverkaréttinda. Ein þeirra eða fleiri gætu gegnt mikilvægu hlutverki við verndun hugmyndar ykkar.

Sérfræðingur á sviði einkaleyfa (lögfræðingur / tæknimenntaður)

Sérfræðingur ykkur mun jafnframt gegna öðru mikilvægu hlutverki. Hugverkaréttindi eru flókinn vettvangur laga þar sem margt getur orðið reynslulausum uppfinningamönnum að fótakefli. Ráðgjöf sérfræðings mun koma að gagni þegar þið skipuleggið hvernig þið ætlið að leggja upp hugverkavernd ykkar og hún er ómissandi ef þið ákveðið að fá einkaleyfi á hugmynd ykkar.

Sérfræðingur á sviði einkaleyfa er almennt sérfróður um hvers kyns hugverkaréttindi. Hann er fær um að auka möguleika ykkar á að fá hugmynd ykkar almennilega verndaða og getur komið fram sem fulltrúi ykkar ef vandamál koma upp.

Sérfræðingur ykkar á að geta sagt ykkur til um allt er varðar hugverkaeign á Íslandi og í allri Evrópu. Ef um er að ræða hugverkaeign utan Evrópu eiga flestar stofur á Íslandi er hafa sérfræðinga á sviði einkaleyfa, einnig að geta komið fram fyrir ykkar hönd í hvaða landi sem er eða útvegað til þess fulltrúa.

Hins vegar er mikilvægt að átta sig á það er ekki á færi neins sérfræðings að tryggja að hugverkaréttindi færi ykkur fjárhagslegan ávinning. Sérfræðiþekking sérfræðinga er bundin við lög um hugverkarétt. Ábyrgð á viðskiptalegu gengi uppfinningar ykkar hvílir á ykkur sjálfum og því liði annarra fagmanna sem þið kunnið að hafa á að skipa.