Persónulegar áskoranir

Hvað með ykkur?

Uppfinningamenn átta sig oft ekki á því, hversu mikið sviðsljósið beinist að þeim sjálfum við það að kynna hugmynd sína fyrir fyrirtækjum. Reyndir fjárfestar hneigjast til að styðja einstaklinginn frekar en hugmyndina og munu því horfa grannt eftir því hversu hæf þið eruð til að láta hugmynd ykkar ná árangri.

Hvernig haldið þið að þið standist þá áskorun?

  • Vitið þið hversu langt þið eruð tilbúin að ganga með hugmynd ykkar?
  • Eruð þið með áætlun um hvernig þið ætlið að ná þangað?
  • Hversu stóran hluta vinnunnar, sem til þarf, eruð þið tilbúin að vinna sjálf?
  • Hver ætlar að gera það sem þið getið ekki gert?

Mikilvægt er að skilja að:

  • Fáir einstaklingar búa yfir allri þeirri kunnáttu sem þarf til að þróa uppfinningu.
  • Margir fjárfestar eru tregir til að styðja framtak einyrkja.
  • Mörg fyrirtæki virða einstaklinga ekki viðlits.

Af þessum sökum þarf venjulega einhvers konar liðsátak til. Við komum nánar að þessu í 7. kafla: „Að stofna lið og leita fjármagns“ .

Áður en þið svarið þessari spurningu þurfið þið kannski að velta því fyrir ykkur að mismunandi leiðir eru í boði til þess að hafa fjárhagslegan ávinning af hugmyndum.