Nýnæmi og þekkt tækni

Hvað er uppfinning?

Til þess að hugmynd teljist vera uppfinning, þarf a.m.k. einn markverður hluti þeirrar tækni, sem hún notast við, að vera alger nýjung. Engar sönnur má vera hægt að færa fyrir því að þessari nýjung, sem fram kemur í hugmyndinni, hafi nokkru sinni verið lýst áður eða hún notuð í sama tilgangi.

Ekki þarf öll tækni, sem notuð er í uppfinningu, að vera ný.

Hugmynd telst uppfinning ef hún samtvinnar eldri tækni þannig að nýstárlegt má telja eða er notuð á nýstárlegan hátt.

Uppfinningarþátturinn er oft aðeins lítill hluti hugmyndarinnar í heild. En ef sá litli hluti ræður miklu um horfur á viðskiptalegu gengi hugmyndarinnar kann engu að síður að vera um mikilvæga og dýrmæta uppfinningu að ræða.

Margir telja sig hafa upphugsað nýstárleg not fyrir einhverja tækni. Reyndar er það svo að í flestum tilfellum er sú hugmynd þegar kunn. Þar af leiðir að hún getur ekki talist nýjung og þess vegna lítið upp úr því að hafa að reyna að koma henni á markað. Meintur uppfinningamaður ætti yfirleitt erfitt með að vernda hugmyndina almennilega og ef sterk vernd hugverkaréttinda er ekki fyrir hendi (6. kafli), munu fáir fjárfestar eða fyrirtæki hafa áhuga.

En hvernig má komast að því hvort hugmyndin sé ný? Það er gert með því að leita að þekkri tækni.