Fagleg einkaleyfisleit

Ráðlegt er að leita til fagaðila um einkaleyfisleit ef efni leyfa. Meðal þess sem í boði er á því sviði er eftirfarandi:

  • PATLIB (PATent LIBrary, einkaleyfabókasafn) -setur. PATLIB-kerfið er samstarfsverkefni einkaleyfastofa þeirra ríkja sem standa að Evrópsku einkaleyfastofunni og á vegum þess eru yfir 320 setur víðs vegar um Evrópu. Þar býður reynt og hæfileikaríkt starfsfólk upp á margs konar gagnaleit og aðra upplýsingaþjónustu.
  • Leit í gagnabönkum á vegum ýmissa bókasafna og ráðgjafastofa í viðskiptum. Sumt af þessari þjónustu er ódýrt eða ókeypis sem opinber þjónusta, en ekki alltaf unnin af starfsfólki sem hefur menntun eða reynslu í einkaleyfisleit.
  • Leitarþjónusta til sölu hjá einkaleyfastofum ríkjanna. Umfang og kostnaður getur verið mismunandi.
  • Leitarþjónusta til sölu á almennum markaði. Á þessum markaði starfa þó nokkur stór fyrirtæki og fjöldi minni þjónustufyrirtækja á sviði sérfræðiráðgjafar. Sjá t.d. meðlimi PATCOM. Þjónustan og gjaldið fyrir hana er mismunandi, svo best er að gera samanburð.

Leitarþjónusta sérfræðinga á sviði einkaleyfa (sérfræðingur getur hvort heldur verið lögfræðingur eða tæknimenntaður aðili). Gjald er yfirleitt mismunandi eftir því hvers eðlis þjónustan er sem óskað er eftir. Sérfræðingur mun einnig geta aðstoðað við að túlka þær niðurstöður sem leitin gefur. Það er sú kunnátta sem mestu máli skiptir í einkaleyfisleit