Maí tölublað ELS-tíðinda er komið út

15/05/2018

Maí tölublað ELS-tíðinda er komið út.

Í ELS-tíðindum í dag er tilkynnt um skráningu 250 vörumerkja og hafa þá samtals verið skráð 938 vörumerki á árinu. Í blaðinu er jafnframt tilkynnt um endurnýjun 265 vörumerkja. Þar með eru 61.290 vörumerki skráð hér á landi og hafa þau aldrei verið fleiri.

Í blaðinu eru 15 hönnunarskráningar auglýstar. Þeirra á meðal er nýr landsliðsbúningur íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Á sama tíma er auglýst endurnýjun 14 hönnunarskráninga.

Eitt landsbundið einkaleyfi er auglýst veitt að þessu sinni. Það er í eigu Hampiðjunnar og lýsir nýrri aðferð til að þætta kápufléttað reipi. Tilkynnt er um veitingu 106 evrópskra einkaleyfa í blaðinu og þriggja útgefinna viðbótarvottorða. Einkaleyfum í gildi hér landi heldur þannig áfram að fjölga og eru þau nú tífalt fleiri en árið 2007.