Fyrirtæki og frumgerð

Áhugasöm fyrirtæki vilja e.t.v. fá umþóttunartíma til að leggja mat á frumgerð ykkar. Ef þið eigið aðeins eina frumgerð dregur þetta úr möguleikum ykkar til að nálgast önnur fyrirtæki. Frumgerðin er ykkar eign og eftirfarandi hjálpar ykkur til að ráða yfir henni:

  • Skiljið frumgerð ekki eftir að fyrsta fundi loknum. Krefjist þess a.m.k. að fyrirtækið undirriti fyrst löglega bindandi samkomulag um skilyrði fyrir láni á frumgerðinni, sem lögfræðingur ykkar eða einkaleyfasérfræðingur hefur samið. Það ætti að taka yfir flest þau atriði sem nefnd eru hér á eftir. (Dæma má af upplýsingum, sem við höfum fengið frá uppfinningamönnum, að svona samkomulag sé nauðsynlegt. Neiti fyrirtækið að skrifa undir, getur verið of áhættusamt að eiga við það frekari samskipti.)
  • Gangið frá því hver ber ábyrgð á öryggi frumgerðar ykkar og að samþykkt sé að ykkur verði greiddar bætur ef hún skemmist eða týnist.
  • Skilgreinið hversu lengi frumgerðin má vera í láni og hvenær á að skila henni.
  • Í flestum tilfellum dugir mánuður. Lánið ekki frumgerð ykkar til lengri tíma án þess að fá einhvers konar greiðslu fyrir. Fyrirtækið ætti einnig að borga ykkur ef það krefst þess að þið hafið ekki samband við önnur fyrirtæki á meðan lánstíminn varir.
  • Greiðslan ætti að byggjast á hugsanlegu verðmæti hugverkaréttindanna. Einkaleyfasérfræðingurinn/lögfræðingurinn getur gefið ykkur ráð um þetta.
  • Biðjið um að greiðslunni sé skipt í afborganir og takið skýrt fram að skili afborgun sér ekki á gjalddaga, falli lánssamkomulagið þegar úr gildi.