Að stofna lið og leita fjármagns

Utanaðkomandi fjármögnun eða stuðningur er nauðsynlegur mörgum uppfinningum vegna þess að kostnaður við að þróa nýja vöru eða tækni er oft meiri en fjárráð einstaklings eða lítils fyrirtækis leyfa.

Samt sem áður liggur stuðningur, sem ætlaður er uppfinningum sérstaklega, ekki á lausu. Fjáröflun kann að byggjast á því að sannfæra annað fólk og félög um að uppfinning ykkar sé viðskiptatækifæri og frábær fjárfestingarkostur.

Ef þið ætlið hins vegar að eiga einhvern möguleika á að sannfæra þau, getið þið fyrst þurft að stofna lið. Hagnýting nýrrar viðskiptahugmyndar krefst yfirleitt víðtækrar kunnáttu sem sjaldan er að finna í einum og sama manninum og þetta vita reyndir fjárfestar. Þið gætuð því þurft að hafa uppá fólki sem getur bætt upp þá kunnáttu sem ykkur skortir. Einnig er líklegt að þið verðið fljótari að ná markmiðum ykkar með sameiginlegu liðsátaki.