Að meta áhættuna framundan

Nú er komið að því að leysa afar nauðsynlegt verkefni sem margir uppfinningamenn nenna ekki að gera sökum óþolinmæði. Þetta verkefni er að staldra við og spyrja sig: „Höfum við safnað svo miklum gögnum til stuðnings hugmynd okkar að það réttlæti það, að fara með hana lengra?“

Ástæðurnar fyrir því að þetta skiptir máli eru þrjár:

  • Jafnvel þótt hugmynd sé ný og virðist eiga möguleika á markaði er ekki sjálfgefið að það borgi sig að reyna að hagnýta sér hana.
  • Hingað til ætti hugmyndin ekki að hafa kostað ykkur mikið. En bæði kostnaður og áhætta eykst hröðum skrefum ef þið ákveðið að reyna að hagnýta hugmyndina í viðskiptum.
  • Auðvelt er að hugsa um að hagnýta sér hugmynd, en að gera það er sýnu erfiðara. Þess vegna þurfið þið að vera sannfærð um eigin kunnáttu og hæfileika áður en þið ákveðið að taka slaginn.

Til þess að auðvelda ykkur að taka stóru ákvörðunina (Höldum við áfram með þessa hugmynd eða ekki?) ættuð þið að velta fyrir ykkur þremur lykilspurningum:

  • Er nýnæmi hugmyndarinnar umtalsvert?
  • Á hugmyndin umtalsverða möguleika á markaði?
  • Erum við búin undir þá persónulegu áskorun sem felst í því að gera hugmynd okkar að viðskiptatækifæri?

Skoðum þær hverja fyrir sig.