Stuðningur við EQE prófið

07/03/2017

Einkaleyfastofan vekur athygli á því að frestur til að sækja um í stuðningsáætlun EPO (e. EQE Candidate Support Project (CSP)) við EQE prófið er til 12. maí nk. Senda þarf umsóknir rafrænt á þar til gerðu eyðublaði á netfangið postur@els.is.

Áhugasamir þurfa að skrá upplýsingar um menntun og starfsreynslu á sérstak vefsvæði EPO 31. mars 2017.

Nánari upplýsingar um verkefnið, algengustu spurningar og svör á samt umsóknareyðublaði er að finna hér.