Stuðningur við EQE prófið

13/05/2015

Einkaleyfastofan vekur athygli á því að frestur til að sækja um í stuðningsáætlun EPO (e. EQE Candidate Support Project (CSP)) við EQE prófið er til 29. maí nk. Senda þarf umsóknir rafrænt á þar til gerðu eyðublaði á netfangið  postur@els.is.

Nauðsynlegt er jafnframt, til þess að umsókn í stuðningsáætlunina verði tekin til meðhöndlunar, að sækja um þátttöku í undirbúningsprófinu (e. pre-examination) fyrir 2. júní nk.

Nánari upplýsingar um verkefnið, algengustu spurningar og svör á samt umsóknareyðublaði er að finna hér.