Nýja Sjáland og Kólumbía gerast aðilar að GPPH

18/07/2017

Þann 6. júlí sl., bættust einkaleyfastofur Nýja Sjálands (IPONZ) og Kólumbíu (SIC) í hóp þeirra ríkja sem aðild eiga að sérstöku samkomulagi um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna (e. Global Patent Prosecution Highway – GPPH). Þau eru því orðin 24 talsins.

Nánari upplýsingar um PPH samstarf Einkaleyfastofunnar er að finna hér.

 

Júlí tölublað ELS-tíðinda komið út

14/07/2017

7. tölublað ELS-tíðinda er komið út. Eintakið má nálgast hér.

Ársskýrsla Einkaleyfastofunnar 2016 er komin út

07/07/2017

Ársskýrsla Einkaleyfastofunnar fyrir árið 2016 er komin út. Í skýrslunni er farið yfir 25 ára afmælisár stofnunarinnar auk þess sem fjallað er um hugverk og hugverkaréttindi á Íslandi og erlendis út frá ýmsum sjónarhornum.

Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni með því að smella hér.

Vörumerkjaskrá Einkaleyfastofunnar tengd við þjóðskrá og fyrirtækjaskrá

06/07/2017

Vörumerkjaskrá Einkaleyfastofunnar verður á næstu dögum tengd við þjóðskrá og fyrirtækjaskrá. Þetta þýðir að upplýsingar um íslensk fyrirtæki og einstaklinga sem eiga skráð vörumerki og hafa skráð kennitölur sínar hjá Einkaleyfastofunni uppfærast í vörumerkjaskrá samhliða breytingum í þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá.

Júní tölublað ELS-tíðinda er komið út

15/06/2017

6. tölublað ELS-tíðinda er komið út. Eintakið má nálgast rafrænt hér.

Maí tölublað ELS-tíðinda er komið út

15/05/2017

5. tölublað ELS-tíðinda 2017 er komið út. Eintakið má nálgast rafrænt hér.

Í ELS-tíðindum að þessu sinni er auglýst skráning 371 vörumerkis. Þar með hafa verið skráð 1.980 merki á árinu samanborið við 1.228 á sama tíma í fyrra og er aukningin rúm 60%. Af skráðum merkjum það sem af er ári eru 244 í eigu íslenskra aðila, eða rúm 12%.

Indland og Filippseyjar gerast aðilar að TMview og Designview

08/05/2017

Frá og með 26. Apríl 2017 hefur indverska hugverkastofnunin (CGPDTM) gert gögn sín aðgengileg er varða vörumerki í TMview. Á sama tíma hefur filippeyska hugverkastofan (IPOPHL) gert gögn sín aðgengileg er varða hönnun í leitarvél DesignView.

DesignView og TMview kerfin eru afrakstur alþjóðlegra samstarfsverkefna sem EUIPO hefur umsjón með. Nú hafa 47 skrifstofur gert gögn sín aðgengileg í DesignView og 51 skrifstofa í TMview. 

Viðvörun vegna falsaðra greiðslubeiðna

25/04/2017

Einkaleyfastofunni hafa borist ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum. Má þar nefna sem dæmi, European Trademark Publication Register (TPR) og International Patent & Trademark Organization (IPTO). Hér fyrir neðan má sjá mynd af greiðslubeiðnum frá tilgreindum aðilum.

Morgunverðarfundur í tilefni Alþjóðahugverkadagsins

21/04/2017

Einkaleyfastofan býður til morgunverðarfundar í tilefni Alþjóðahugverkadagsins.

Morgunverðafundurinn verður haldinn í Norræna húsinu þann 28. apríl frá frá kl. 8:45 til 10. Aðgangur á fundinn er ókeypis en fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á postur@els.is.

mynd.jpg
 

 

Apríl tölublað ELS-tíðinda er komið út

15/04/2017

Pages