Hafðu hana stutta!

Freistist ekki til að skrifa hundrað blaðsíðna viðskiptaáætlun í þeirri von að mögulegir fjárfestar hrífist af stærðinni. Viðskiptaáætlun á að vera stutt, skýr og vel skipulögð, kannski 10-15 blaðsíður auk viðauka.

Þetta skiptir máli vegna þess að eftirspurn eftir fjárfestingu er alltaf mikil og sjaldan er auðvelt að telja fjárfesta á að veðja á uppfinningu fremur en að halda sig við eitthvað þekktara og þar með tryggara. Viðskiptaáætlun, sem er auðlesin og auðskilin fjárfestum, getur verið alveg jafn mikilvæg og kynning ykkar á uppfinningunni.

Einnig er einfaldara að uppfæra stutta viðskiptaáætlun og hún nýtist liði ykkar betur sem aðgerðahandbók.

Haldið ykkur við sannleikann!

Jákvætt hugarfar gagnvart hugmynd ykkar er sjálfsagt, en sláið engu fram um möguleika hennar sem ekki er hægt að færa sönnur á. Reynið heldur ekki að dylja þekkta veikleika hennar vísvitandi. Reyndir fjárfestar láta ekki blekkjast.

Þið eigið á hættu að tapa öllum trúverðugleika ef þið reynið að villa um fyrir fólki í viðskiptaáætlun ykkar. Reynið því ekki að sannfæra neinn öðruvísi en með staðreyndum. Ef möguleikar uppfinningar ykkar eru sýndir greinilega getur það jafnvel vakið traust ef þið getið réttilega greint veikleika á undan öllum öðrum.