Einföld leit á esp@cenet

Eftirfarandi leiðbeiningar eru eingöngu ætlaðar til þess að sýna fram á hversu auðvelt er að byrja að leita. Ef markmiðið er að læra hvernig gera eigi öflugri leit, mælum við jafnframt með hinum afbragðsgóðu hjálpar- og kennsluskrám í esp@cenet Assistant sem gera esp@cenet að þeirri notendavænu upplýsingaveitu sem hún er.

Fyrst drögum við saman hvað þarf að gera.

 1. Nota þarf leitarorð til að finna a.m.k. einhver einkaleyfanna sem koma hugmyndinni við. Þetta getur jafnvel skilað nægri þekktri tækni til þess að rannsókn sé lokið.
 2. Ef það gerist ekki, má nota einhver einkaleyfanna sem koma hugmyndinni við, til þess að finna undir hvaða efnisflokk hugmyndin fellur. Það getur skilað betri árangri en leitarorðin ein og sér.

Að nota leitarorð
Útbúið leitarstreng með allt að fjórum leitarorðum úr leitarorðalista ykkar. (Notið staðgengilsbúnað esp@cenet til að innifela fleirtölu og aðrar orðmyndir. Ef til dæmis er slegið inn loftræst*, er samtímis leitað að orðunum loftræstitæki, loftræsta, loftræst og loftræsting(ar).) Framhaldið:

Fyrsti niðurstöðulistinn 

 • Farið á síðuna https://worldwide.espacenet.com/ og smellið á „Quick Search“ (Hraðleit).
 • Undir „Quick Search“ er valmyndin „Select patent database“ (Veljið gagnasafn). Smellið á <Worldwide> (Um heim allan) í henni.
 • Smellið á <Words in the title or abstract> (Efnisorð í titli eða ágripi) í valmyndinni „Select what to search“ (Veljið leitaraðferð).
 • Sláið leitarstrenginn inn í „Enter search terms“ (Sláið inn leitarskilyrði).
 • Smellið á <Search> (Leita) og eftir nokkrar sekúndur kemur upp:
 • Listi yfir niðurstöður.

Sýnir listinn niðurstöður sem koma málinu við?

 • Ef titlar eru skoðaðir og í ljós kemur að svo er ekki, skal fara aftur í „Quick Search“ og reyna aftur með nýjum leitarstreng.

Að vinna með bókfræðileg yfirlit

 • Smellið á titil á niðurstöðulistanum sem virðist koma inn á hugmyndina. Við það opnast bókfræðilegt yfirlit sem ætti að innihalda samantekt og oft teikningu af sýniseintaki. Vera kann að annað eða hvort tveggja dugi til að ákvarða hvort þetta einkaleyfi komi inn á hugmyndina.
 • Ef svo er ekki, er farið aftur í niðurstöðulistann og annað einkaleyfi skoðað.
 • Ef þörf er fyllri upplýsinga en bókfræðilega yfirlitið veitir kann að vera rétt að skoða allt einkaleyfið.

Að skoða einstök einkaleyfi

Hægt er að hlaða niður öllu einkaleyfinu ef óskað er. Hins vegar kann að vera fljótlegra að finna lykilupplýsingar með því að prófa eina eða fleiri af þeim leiðum sem lýst er hér að neðan:

 • Smellið á hlekkinn „Mosaics“ (Myndir) efst á bókfræðilega yfirlitinu. Þar má sjá sýnishorn af öllum teikningum og þar kann að vera fleira að finna en sést í stöku teikningunni á bókfræðisíðunni.
 • Smellið á hlekkinn „Original document“ (Frumrit).
 • Veljið „Search report“ (Leitarskýrsla) eða „SR“ á fellivalmyndinni, ef hún er til staðar, eða leitið að lista, sem heitir „Search report“ eða „References cited“ (Tilvitnanir), á for- eða baksíðu einkaleyfisins sjálfs. Í leitarskýrslum má finna önnur einkaleyfi sem opinberir rannsakendur hafa metið að komi málinu við. Meðal þeirra gæti verið að finna einkaleyfi með úrslitaþýðingu fyrir hugmyndina sem ykkur hefði annars getað sést yfir.
 • Veljið „Claims“ (Kröfur) í fellivalmyndinni á „Original document“. Ekki er alltaf auðvelt að túlka kröfur, en þær ákvarða viðskiptalegan styrk einkaleyfis og skipta því gríðarlegu máli. Eru einhverjar þeirra svipaðar þeim kröfum sem þið mynduð vilja setja fram fyrir uppfinningu ykkar? Sé svo, er líklegt að einkaleyfið innihaldi þekkta tækni þar sem ekki er hægt að setja fram kröfur fyrir því sem þegar hefur verið birt af einhverjum öðrum.

Kröfur í umsókn eða samþykktar kröfur 

Hér er rétt að benda á að mestur hluti gagna í einkaleyfagagnabönkum eru aðeins umsóknir, ekki samþykkt einkaleyfi. Þótt kröfur í umsóknum teljist vera opinberun uppfinningar er þeim oft breytt eftir á og þurfa því ekki að segja neitt til um (a) þær kröfur sem að lokum eru samþykktar, ef einhverjar eru, og (b) að hve miklu leyti hugmynd ykkar kann að brjóta á réttindum einhvers annars einkaleyfishafa.

Þegar búið er að endurtaka þetta ferli gæti verið að það mörg einkaleyfi sem innhalda þekkta tækni væru fundin að frekari leit væri óþörf. Ef ekki, má reyna að færa grunn leitarinnar frá leitarorðum yfir í Evrópska-flokkun eða ECLA.

Að vinna með ECLA

Farið aftur í bókfræðilegt yfirlit þess einkaleyfis sem kemur mest inn á hugmynd ykkar af þeim sem þið hafið fundið og smellið á „Classification: European“-númer (Evrópskt flokkunarnúmer) þess, skammstafað ECLA. Ef engin ECLA-flokkun er til fyrir þetta einkaleyfi skuluð þið prófa annað einkaleyfi sem kemur inn á hugmyndina.

 • Fylgið svo þessu ferli fyrir hvert ECLA-númer (þau geta verið fleiri en eitt á hverju einkaleyfi):

 Að finna flokkinn

 • Þegar smellt er á ECLA-númer birtist skjár sem auðkennir flokk þess. Kemur sá flokkur eða einhverjir af þeim, sem næst honum liggja, inn á hugmynd ykkar?
 • Ef svo er, skuluð þið smella á kassann við hlið flokksins. Númer hans ætti þá að birtast á svæðinu „Copy to searchform (Afrita í leitarglugga). Smellið á „Copy“ (Afrita).
 • Þá birtist síða sem heitir „Advanced Search“ (Tæknileg leit) þar sem svæðið „European Classification (ECLA)“ (Evrópsk-flokkun) er útfyllt. Smellið á „Search“.
 • Upp kemur listi með öllum einkaleyfum í þessum flokki.

Að skoða niðurstöðulistann

 • Farið yfir einkaleyfin, rétt eins og þið gerðuð með niðurstöðulistann úr orðaleitinni. Í þetta skiptið gæti verið að fleiri upplýsingar fyndust sem koma inn á hugmynd ykkar. Ef ekki, kann að reynast nauðsynlegt að skoða fleiri ECLA-númer.

Að finna fleiri flokka sem skipta máli

 • Vel má vera að fleiri en einn flokkur komi inn á hugmynd ykkar og því er rétt að endurtaka allt ferlið frá „Að vinna með ECLA“ fyrir önnur einkaleyfi sem virtust skipta máli eftir orðaleitina. Ef sömu ECLA-flokkarnir birtast aftur og aftur, eru góðar (þó ekki óyggjandi) líkur á því að ykkur sé ekki að sjást yfir neina mikilvæga flokka.

Að hnitmiða leitina

Er listinn yfir einkaleyfi er koma upp við ECLA-númeraleit mjög langur? Reynið að takmarka fjöldann með því að sameina leitarorð og ECLA-skilyrði.

 • Farið á síðuna „Advanced Search“
 • Sláið inn ECLA-númerið sem skilaði löngum niðurstöðulista.
 • Sláið eitt eða fleiri af leitarorðum ykkar inn í einn af „Keywords (in)...“ (Leitarorð (í) …) reitunum og smellið á „Search“.
 • Upp ættu að koma mun færri einkaleyfi sem eru mun tengdari hugmynd ykkar.
 • Endurtakið þessa aðferð með öðrum leitarorðum eins oft og þörf krefur.

Dæmi: Finna skal öll einkaleyfi á músagildrum.

 • Músagildrur eru í ECLA-flokknum A01M23 „Dýragildrur“ og daginn, sem leitin var gerð, voru í honum yfir 4.500 einkaleyfi, of mörg til að hægt væri að fara yfir þau með góðu móti.
 • Með því að leita aftur með <A01M23> í reitnum fyrir „ECLA“ og <mús EÐA mýs> í reitnum „Keyword(s) in title or abstract“ (Leitarorð í titli eða samantekt) náðist fjöldinn niður í 269 einkaleyfi, sem var mun viðráðanlegri tala, auk þess sem einkaleyfin komu málinu meira við.
 • Ef enga þekkta tækni er að finna í þessum 269 skjölum, má reyna enn, til dæmis með ECLA-númerinu A01M23 og leitarorðunum nagdýr*, rotta*, fugl* eða „smáspendýr*“.

Almennt séð er kúnstin við leitina sú að þrengja hana eins og hægt er án þess að útiloka óvart eitthvað sem kann að tengjast hugmyndinni