Ágúst tölublað ELS-tíðinda er komið út

15/08/2017

Ágúst tölublað ELS-tíðinda er komið út en tíðindin má nálgast hér.

Í ágústblaði ELS-tíðinda er tilkynnt um skráningu 276 vörumerkja, en af þeim eru 29 íslensk. 256 vörumerki eru auglýst endurnýjuð að þessu sinni. Á meðal þeirra er orðmerkið „Húkkaraball“ sem fyrst var skráð árið 2007 þó slík böll hafi lengi verið haldin í tengslum við Þjóðhátíð í Eyjum. 

Tvær landsbundnar einkaleyfisumsóknir eru auglýstar aðgengilegar í blaðinu, en báðar eru þær rússneskar og snúa að rafgreiningu á áli. Fjórar umsóknir um viðbótarvernd fyrir lyf eru auglýstar í blaðinu og tilkynnt um tvö veitt viðbótarvottorð fyrir lyf. Þá er í blaðinu tilkynnt um gildistöku 110 evrópskra einkaleyfa hér á landi.

Átta hönnunarskráningar eru auglýstar í blaðinu að þessu sinni, allar alþjóðlegar. Tvær landsbundnar skráningar voru endurnýjaðar í mánuðinum og ein alþjóðleg