Júlí tölublað ELS-tíðinda komið út

14/07/2017

7. tölublað ELS-tíðinda er komið út. Eintakið má nálgast hér.

Í ELS-tíðindum að þessu sinni er tilkynnt um skráningu 326 vörumerkja og hafa þar með verið skráð samtals 2.688 vörumerki á árinu en það er aukning um 49% frá því á sama tímabili í fyrra þegar þau voru 1.805. Þessi mikla aukning á sér ýmsar skýringar, m.a. nokkra fjölgun umsókna (þeim hefur fjölgað úr 1.789 í 2.028 milli ára eða um rúm 13%) en einkum aukin afköst í rannsókn vörumerkja í kjölfar skipulagsbreytingar og fjölgunar rannsakenda. Á sama tíma hefur málsmeðferðartími styst verulega. 

Í blaðinu er auk þessa auglýst endurnýjun 282 vörumerkja og hafa þar með verið endurnýjuð 1.617 vörumerki á árinu.

Ein landsbundin einkaleyfisumsókn er auglýst aðgengileg í blaðinu að þessu inni og sex veitt einkaleyfi. Tvö þeirra eru í eigu bandarískra aðila og tvö í eigu sænskra aðila. Tvö einkaleyfi í eigu íslenskra aðila eru auglýst í blaðinu; annað í eigu Háskóla Íslands og hitt í eigu Actavis. Þar með hefur verið veitt 21 einkaleyfi á árinu samanborið við 16 á sama tíma í fyrra. Evrópsk einkaleyfi sem auglýst eru í gildi á Íslandi í blaðinu eru 114 og þar með samtals 808 á árinu, en það er 27% aukning frá sama tímabili í fyrra. 

Ein umsókn um viðbótarvernd er auglýst í blaðinu og eitt veitt viðbótarvottorð.

Í blaðinu er auglýst ein skráð hönnun og tíu alþjóðlegar. Þá eru tvær hönnunarskráningar auglýstar endurnýjaðar.