Breyting á rafrænu umsóknarformi fyrir vörumerki

06/04/2017

Sú breyting hefur orðið á rafræna umsóknarforminu fyrir vörumerkjaskráningar að nú er hægt velja fleiri tilgreiningar innan vöru- og þjónustuflokkanna en áður. Einkaleyfastofan vinnur nú að því að þýða vöru- og þjónustulista 11. útgáfu Nice flokkunarkerfisins og verða þýðingarnar færðar inn jafnt og þétt næstu mánuði. Þeir flokkar sem þegar hafa verið færðir inn á rafræna umsóknarformið eru flokkar 29, 32, 33, 39, 43, 44, 45. Auk þess að velja úr listunum geta umsækjendur áfram bætt við tilgreiningum eins og verið hefur.