Bætt rafræn þjónusta Einkaleyfastofu

17/03/2017

Einkaleyfastofan býður nú upp á aukna og bætta rafræna þjónustu en viðskiptavinum býðst nú að sækja rafrænt um skráningu hönnunar og endurnýjun skráningu vörumerkis.

Þetta er í takt við aukna áherslu Einkaleyfastofu á rafræna þjónustu í samræmi við kröfur viðskiptavina um auðveldari og skilvirkari umsóknarferli. Á síðasta ári hóf Einkaleyfastofan að bjóða upp á rafræna umsókn um skráningu vörumerkja. Það er óhætt að segja að þessari viðbót hafi verið vel tekið en í dag eru um 60% vörumerkjaumsókna rafrænar.

Hægt er að sækja rafrænt um skráningu hönnunar með því að smella hér.

Hægt er að sækja um rafræna skráningu og endurnýjun vörumerkja með því að smella hér.