Vinnustofa um munnlega meðferð hjá Einkaleyfastofnun Evrópu

16/02/2017

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vinnustofu um munnlega meðferð einkaleyfamála hjá Einkaleyfastofnun Evrópu sem fer fram 21. og 22. september í Haag.

Í vinnustofunni er lögð áhersla á málsmeðferð, þar á meðal viðeigandi viðbrögð við aðstæðum sem koma upp í munnlegri meðferð eins og skýrslutöku og afgreiðslu beiðna fyrir kostnaðarskiptingu.

Þátttakendur fá tækifæri til að taka þátt í málfutningsæfingum sem eru hannaðar til að leyfa þeim að upplifa undir leiðsögn kennara hinar ýmsu aðstæður sem geta komið upp í munnlegri meðferð. Vinnustofunni er ætlað sérmenntuðum fyrirsvarsmönnum sem vilja öðlast hagnýta reynslu á þessu sviði.

Umsóknarfrestur er 31. júlí 2017.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna er hægt að nálgast hér.