Febrúar tölublað ELS-tíðinda er komið út

15/02/2017

Febrúar tölublað ELS-tíðinda er komið út. Tíðindin birtast aðeins með rafrænum hætti en útprentun af tíðindunum er þó fáanleg hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu.

Í blaðinu að þessu sinni er auglýst skráning 96 landsbundinna vörumerkja. Af þeim eru 42 í eigu íslenskra aðila og 54 í eigu erlendra aðila. Skráð alþjóðleg vörumerki eru 324 að þessu sinni. Í heild er því auglýst skráning 420 vörumerkja, en það er mesti fjöldi í einum mánuði frá því í október 2009.

Endurnýjuð vörumerki sem auglýst eru í blaðinu eru samtals 295. Af þeim eru 27 í eigu íslenskra aðila. Meðalaldur endurnýjaðra merkja sem auglýst eru að þessu sinni er tæp 16 ár, en elsta merkið er 70 ára.

Í blaðinu eru auglýst ein landsbundin hönnunarskráning og sex alþjóðlegar. Auk þeirra eru auglýstar fjórar endurnýjaðar hönnunarskráningar.

Staðfest evrópsk einkaleyfi að þessu sinni eru 131. Þau eru öll í eigu erlendra aðila frá samtals 37 löndum. Flestir eru frá Bandaríkjunum eða um þriðjungur.

Í blaðinu eru auglýst ein aðgengileg, landsbundin einkaleyfisumsókn í eigu íslensks aðila og sjö veitt, landsbundin einkaleyfi, öll í eigu erlendra aðila. Jafnframt eru auglýstar fjórar umsóknir um viðbótarvernd og tvö veitt viðbótarvottorð, allt í eigu erlendra aðila.