Möguleikar athafnamannsins

Hvað ef hugmynd ykkar er ekki ný, en á markaðsmöguleika?

Ef hugmynd ykkar að vöru byggir á þekktri tækni og varan er ekki til sölu en þið samt sem áður sannfærð um að framleiðsla hennar gæti skilað árangri, mætti íhuga fyrirtækjarekstur í stað þess að leggja áherslu á að vera uppfinningamaður.

Reynið að hafa samband við eiganda hugverkaréttindanna. Ef eigandinn er ekki að „nota“ hugverkaréttindin, gæti það verið þess virði að ræða við hann um nytjaleyfissamning ykkur til handa. Ef varan er til á markaði, en ekki til sölu á Íslandi gætu þið velt fyrir ykkur innflutningi eða framleiðslu á vörunni með nytjaleyfi.

Einnig væri hægt að ræða það við eiganda hugverkaréttindanna að þið endurhönnuðuð eða breyttuð vörunni til annarra nota eða til sölu á öðrum markaði.

Með hugarfari athafnamannsins gætu einhverjar leiðir opnast!