Indland og Filippseyjar gerast aðilar að TMview og Designview

08/05/2017

Frá og með 26. Apríl 2017 hefur indverska hugverkastofnunin (CGPDTM) gert gögn sín aðgengileg er varða vörumerki í TMview. Á sama tíma hefur filippeyska hugverkastofan (IPOPHL) gert gögn sín aðgengileg er varða hönnun í leitarvél DesignView.

DesignView og TMview kerfin eru afrakstur alþjóðlegra samstarfsverkefna sem EUIPO hefur umsjón með. Nú hafa 47 skrifstofur gert gögn sín aðgengileg í DesignView og 51 skrifstofa í TMview. 

Nú er hægt að finna upplýsingar um meira en 10,4 milljónir hönnunarskráninga og 40,6 milljónir vörumerkjaskráninga.