Flokkun vöru og þjónustu

Vöru- og þjónustuflokkar skulu flokkaðir skv. Nice-flokkunarkerfinu.

Í samræmi við 16. gr. laga um vörumerki nr. 45/1997 gildir auglýsing nr. 1094/2017 um flokkun vöru og þjónustu vegna vörumerkja, sem tók gildi þann 1. janúar 2018.
Auglýsing nr. 167/2018  gildir þó um skrá um flokkun vöru og þjónustu, sbr. fylgiskjal með auglýsingunni. Auglýsingin, sem hefur að geyma svonefndar yfirskriftir flokkanna, er í samræmi við uppfærða 11. útgáfu alþjóðlegu flokkaskrárinnar frá 1. janúar 2018, með síðari breytingum. Yfirskriftirnar má sjá hér fyrir neðan.

I. Vörur

* Skyggðar tilgreiningar vöru, sjá nánari útskýringu hér fyrir ofan.

Flokkur 1. Efni til nota í iðnaði, við vísindastörf og ljósmyndun sem og í landbúnaði, garðrækt og skógrækt; óunnin gervikvoða, óunnar plastvörur; slökkvi- og eldvarnarefni; efnablöndur til herslu og lóðunar; efni til sútunar á dýraskinnum og -húðum; lím- og bindiefni til nota í iðnaði; kítti og önnur fyllingarefni; molta, áburður, gróðuráburður; líffræðilegar efnablöndur til nota í iðnaði og vísindum.

Flokkur 2. Málning, gljákvoða (fernis), lakk; ryðvarnarefni og fúavarnarefni; litarefni, litunarefni; blek til prentunar, merkingar og fyrir leturgröft; óunnin náttúruleg kvoða; málmþynnur og málmduft til nota við málun, skreytingar, prentun og listsköpun.

Flokkur 3. Ólyfjabættar fegrunar- og snyrtivörur; ólyfjabættar tannhirðuvörur; ilmvörur, ilmolíur; bleiki-efni og önnur efni til að nota við fataþvott; efni til að nota við ræstingu, fægingu, hreinsun og slípun.

Flokkur 4. Olíur og feiti til iðnaðar, vax; smurolíur; raka- og rykbindiefni; brennsluefni og ljósmeti; kerti og kveikir til lýsingar.

Flokkur 5. Lyf og lyfjablöndur til lækninga fyrir menn og dýr; efnablöndur til hreinlætisnota í læknis-fræðilegum tilgangi; sérfæði og næringarefni fyrir menn og dýr, barnamatur; fæðubótarefni fyrir menn og dýr; plástrar, sárabindi; tannfyllingarefni, vax til tannsmíða; sótthreinsiefni; efni til að eyða meindýrum; sveppaeyðir, illgresiseyðir.

Flokkur 6. Ódýrir málmar og blöndur úr þeim, málmgrýti; byggingar- og smíðaefni úr málmi; færanlegar byggingar úr málmi; strengir og vírar úr ódýrum málmum, ekki til rafmagnsnota; smáhlutir úr málmi; málmílát til geymslu eða flutninga; öryggisskápar.

Flokkur 7Vélar, smíðavélar, orkuknúnar vélar; hreyflar og vélar, þó ekki í landfarartæki; vélatengsli og drifbúnaður, þó ekki í landfarartæki; landbúnaðarvélar, aðrar en handknúin handverkfæri; klak-vélar (útungunarvélar); sjálfsalar.

Flokkur 8. Handverkfæri og handknúin tól; hnífapör; beltisvopn, þó ekki skotvopn; rakvélar.

Flokkur 9. Búnaður og tæki notuð við vísindi, siglingar, landmælingar, ljósmyndun, kvikmyndatöku og –sýningar; sjóntæki, vogir, mælingatæki, merkjasendingatæki, eftirlitstæki, björgunartæki, kennslutæki og -búnaður; búnaður og tæki til að leiða, kveikja og slökkva á, breyta, safna, stilla eða stjórna rafmagni; tæki sem notuð eru til að taka upp, flytja eða fjölfalda hljóð eða mynd; segulgagnaberar, upptökudiskar; geisladiskar, stafrænir mynddiskar og annar stafrænn upptökubúnaður; vélbúnaður fyrir myntstýrð tæki; búðarkassar, reiknivélar, gagnavinnslubúnaður, tölvur; tölvuhugbúnaður; slökkvitæki.

Flokkur 10. Tæki og búnaður til skurðlækninga, lyflækninga, tannlækninga og dýralækninga; gervilimir, -augu og -tennur; hlutir til bæklunarlækninga; þráður til að sauma saman sár; lækninga- og hjálpartæki ætluð fötluðum; nuddtæki; búnaður, tæki og hlutir til umönnunar ungbarna; búnaður, tæki og hlutir til kynlífsathafna.

Flokkur 11. Tæki og búnaður fyrir lýsingu, hitun, gufuframleiðslu, matseld, kælingu, þurrkun, loftræstingu, vatns- og hreinlætislagnir.

Flokkur 12. Farartæki; tæki til flutninga á landi, í lofti eða á legi.

Flokkur 13. Skotvopn; skotfæri og skot; sprengiefni; flugeldar.

Flokkur 14. Góðmálmar og blöndur úr þeim; skartgripir, eðalsteinar og hálfeðalsteinar; klukkur og tæki til tímamælinga.

Flokkur 15. Hljóðfæri.

Flokkur 16. Pappír og pappi; prentað mál; bókbandsefni; ljósmyndir; ritföng og skrifstofuvörur, þó ekki húsgögn; bréflím og lím til heimilisnota; teiknivörur og vörur fyrir listamenn; málningarpenslar; fræðslu- og kennslugögn; plastþynnur, -filmur og –pokar til umbúða og pökkunar; leturstafir, myndmót.

Flokkur 17. Óunnið og hálfunnið gúmmí, togleður (gúttaperka), gúmkvoða, asbest, gljásteinn og efni sem komið geta í staðinn fyrir þau; hálfunnið þanið plast og kvoða til iðnaðarnota; efni til hvers konar þéttingar eða einangrunar; sveigjanlegar pípur, rör og slöngur sem ekki eru úr málmi.

Flokkur 18. Leður og leðurlíki; skinn og húðir dýra; farangurs- og handtöskur; regnhlífar og sólhlífar; göngustafir; svipur, aktygi og reiðtygi; hálsólar, taumar og fatnaður fyrir dýr.

Flokkur 19. Byggingarefni (ekki úr málmi); ósveigjanlegar pípur í byggingar, ekki úr málmi; asfalt, bik og malbik; færanlegar byggingar, ekki úr málmi; minnisvarðar, ekki úr málmi.

Flokkur 20. Húsgögn, speglar, myndarammar; ílát, ekki úr málmi, til geymslu eða flutninga; óunnin eða hálfunnin bein, horn, hvalabein eða perlumóðir; skeljar; sæfrauð; raf.

Flokkur 21. Heimilis- eða eldhúsáhöld og ílát; eldhús- og borðbúnaður, nema gafflar, hnífar og skeiðar; greiður og svampar; burstar, nema málningarpenslar; efni til burstagerðar; hlutir sem notaðir eru til ræstingar; óunnið eða hálfunnið gler, þó ekki gler í byggingar; glervörur, postulín og leirvörur.

Flokkur 22. Kaðlar og seglgarn; net; tjöld og yfirbreiðslur; ofnir segldúkar eða úr gerviefnum; segl; sekkir til flutninga og geymslu efna í lausri vigt; bólstrunar-, fylliefni og tróð, nema úr pappír, pappa, gúmmíi eða plasti; óunnin efni úr þræði til vefnaðar og efni sem komið geta í stað þeirra.

Flokkur 23. Garn og þráður til vefnaðar.

Flokkur 24. Vefnaður og efni sem komið geta í staðinn fyrir vefnað; lín til heimilisnota; ofin gluggatjöld eða úr plasti.

Flokkur 25. Fatnaður, skófatnaður, höfuðfatnaður.

Flokkur 26. Blúndur og útsaumur, borðar og kögur; hnappar og tölur, krókar og lykkjur, prjónar og nálar; gerviblóm; hárskraut; gervihár.

Flokkur 27. Teppi, mottur, gólfdúkar og annað efni til að leggja á gólf; veggklæðning (þó ekki ofin).

Flokkur 28. Leikspil, leikföng og hlutir til leikja; skjáleikjabúnaður; leikfimi- og íþróttavörur; jólatrésskraut.

Flokkur 29. Kjöt, fiskur, alifuglar og villibráð; kjötkraftur; niðursoðnir, frosnir, þurrkaðir og soðnir ávextir og grænmeti; ávaxtahlaup, -sultur og -grautar; egg; mjólk og mjólkurafurðir; olíur og feiti til matar.

Flokkur 30. Kaffi, te, kakó og gervikaffi; hrísgrjón; tapíókamjöl og sagógrjón; mjöl og matvörur úr korni; brauð, sætabrauð og sælgæti; ís til matar; sykur, hunang, síróp; ger, lyftiduft; salt; sinnep; edik, sósur (bragðbætandi); krydd; ís (frosið vatn).

Flokkur 31. Hráar og óunnar landbúnaðar-, lagareldis-, garðræktar- og skógræktarafurðir; hrátt og óunnið korn og fræ; ferskir ávextir og grænmeti; ferskar kryddjurtir; lifandi plöntur og blóm; blóm-laukar, kímplöntur og fræ til gróðursetningar; lifandi dýr; dýrafóður og drykkjavörur ætlaðar dýrum; malt.

Flokkur 32. Bjór; ölkelduvatn, gosdrykkir og aðrir óáfengir drykkir; ávaxtadrykkir og ávaxtasafar; þykkni og önnur efni til drykkjargerðar.

Flokkur 33. Áfengir drykkir (nema bjór).

Flokkur 34. Tóbak; hlutir fyrir reykingamenn; eldspýtur.

II. Þjónusta

* Skyggðar tilgreiningar þjónustu, sjá nánari útskýringu hér fyrir ofan.

Auglýsingastarfsemi; rekstur og stjórnun fyrirtækja; skrifstofustarfsemi.

Ef um starfsemi verslunar er að ræða er heimilt að nota tilgreiningarnar „heildsala“ og/eða „smásala“ sem eru þýðingar á wholesale services og retail services  sem tilgreindar eru í gagnagrunni Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO) um flokkun vöru og þjónustu. Auk þess skal tilgreina til hvaða vöru/þjónustu starfsemin tekur. Dæmi: Flokkur 35. Smásala með fatnað og snyrtivörur.

Tryggingastarfsemi; fjármálastarfsemi; gjaldmiðlaviðskipti; fasteignaviðskipti.

Byggingastarfsemi; viðgerðir; uppsetninga- og lagnaþjónusta.

Fjarskipti.

Flutningar; pökkun og geymsla vöru; ferðaþjónusta.

Meðferð efna.

Fræðsla; þjálfun; skemmtistarfsemi; íþrótta- og menningarstarfsemi.

Vísinda- og tækniþjónusta og rannsóknir og hönnun í tengslum við það; rannsóknar- og grein-ingarþjónusta á sviði iðnaðar; hönnun og þróun tölvubúnaðar og tölvuhugbúnaðar.

Veitingaþjónusta; tímabundin gistiþjónusta.

Læknisþjónusta; dýralæknisþjónusta; fegrunar- og snyrtiþjónusta fyrir menn eða dýr; þjónusta við landbúnað, garðyrkju og skógrækt.

Lögfræðiþjónusta; öryggisþjónusta til líkamlegrar verndar einstaklingum og til verndar áþreifanlegum eignum; persónu- og félagsleg þjónusta í þágu einstaklinga.

 

 

Frá og með 1. janúar 2014 túlkar Einkaleyfastofan yfirskriftir flokkanna á þá leið að þær taki eingöngu til þeirrar vöru og/eða þjónustu sem tilgreind er. Sú túlkun leiðir m.a. af dómi Evrópudómstólsins í máli nr. C-307/10 (IP Translator) og er í samræmi við túlkun þeirra alþjóðlegu stofnana sem Einkaleyfastofan er í samstarfi við, þ.e. Alþjóðahugverkastofnunina (WIPO) og Vörumerkja- og hönnunarskrifstofu Evrópusambandsins (EUIPO).

Nauðsynlegt er að tilgreina sérstaklega þau atriði sem merki óskast skráð fyrir þegar umsókn um skráningu merkis er lögð inn ef ætlunin er að sækja um vernd fyrir önnur atriði en tilgreind eru í yfirskrift. Þá eru nokkur atriði í yfirskriftum flokka 7, 37, 40 og 45 sérstaklega skyggð þar sem þau eru talin of víðtæk og þarf því að tilgreina nánar fyrir hvaða vörur og/eða þjónustu merki óskast skráð í þeim flokkum.

Hvað endurnýjun merkja varðar er sérstök athygli vakin á 4. gr. framangreindrar auglýsingar, en við fyrstu endurnýjun merkis eftir 1. janúar 2014 er unnt, hafi yfirskrift flokks verið valin við skráningu, að tilgreina nánar þá vöru og/eða þjónustu sem merki skal standa fyrir. Ef möguleiki þessi er ekki nýttur, mun eingöngu reyna á það í málum fyrir Einkaleyfastofunni eða dómstólum fyrir hvaða vörur eða þjónustu merki er verndað fyrir. Í slíkum málum er það eiganda merkis að sýna fram á til hvaða vöru og/eða þjónustu merki tekur í raun, sbr. 25. gr. vörumerkjalaga.

Gagnabankar

Við nánari tilgreiningu á vörum og/eða þjónustu má styðjast við eftirfarandi gagnabanka:

Leit í gagnabanka vöru- og þjónustuflokka á ensku - MGS • Madrid Goods & Services Manager. (WIPO)

TMclass - íslenskt viðmót (EUIPO) - TMclass er kerfi sem gerir notendum mögulegt að leita að, flokka og þýða tilgreiningar/hugtök vöru- og þjónustuflokka vörumerkja á 31 tungumáli, þ.á.m. íslensku.