Er hugmyndin „augljós“?

Í hugmynd, sem á að teljast uppfinning, þarf að vera þrep sem felur í sér hugvitssemi. Þetta þrep ekki vera augljóst, þ.e. það má ekki vera tiltækt sérfræðingi á sviði þeirrar tækni sem við á.

Með orðinu „augljós“ á sviði uppfinninga er átt við að eitthvað sem væri næsta rökrétta skrefið í átt að lausn vandamálsins.

Það getur hins vegar verið mjög erfitt að dæma um það, hvað telst augljóst. Margar uppfinningar snúast um að sameina búnað (til dæmis að festa dvergvasaljós á lyklakippu). Út úr slíkum sameiningum kynnu að koma nýjar vörutegundir, en eiginleikar þeirra eða virkni væri engu að síður algjörlega fyrirsjáanleg um leið og menn vissu hvaða hlutir voru settir saman. Því mætti telja þær hugmyndir, sem að baki liggja, augljósar. 

Hugmynd að vöru, þar sem einum íhlut hefur verið skipt út fyrir annan með jafngilda eiginleika, mætti einnig skilgreina sem augljósa (til dæmis þegar lítilli málmfjöður er skipt út fyrir gúmmíkólf).

Hugsa má sér aðstæður þar sem nýtt vandamál mætti leysa með vel þekktum búnaði. Þá mætti líta á hina „nýju“ aðferð við að leysa vandann sem augljósa, ef aðeins ein lausn væri á vandamálinu og hún væri kunn hinum dæmigerða tæknimanni sem stæði frammi fyrir vandanum (hinum svokallaða „kunnáttumanni“).

Þegar hlutir eru settir saman þannig að úr verður vara eða ferli, sem skilar meiru en summu þáttanna sem það er gert úr eða meiru en vænst var, getur hins vegar verið um uppfinningu að ræða sem ekki er augljós. Einnig getur uppfinning sprottið úr umhverfi þar sem um margar lausnir á tilteknum vanda er að ræða, en uppfinningamaðurinn þarf að leggjast yfir málið og finna þá bestu. Eða að uppfinningamaður hunsar fordóma tæknimanna og leysir vanda með því að gera eitthvað sem enginn sérfræðingur hafði hingað til haldið að gæti gengið upp.

Hvar verður uppfinningamönnum á?

Margir uppfinningamenn láta sér nægja að klóra í yfirborðið þegar þeir leita að þekktri tækni. Langalgengustu mistökin, sem þeir gera, eru að ganga út frá því að hugmynd þeirra sé ný, þótt einungis þurfi einfalda einkaleyfisleit til að komast að því að svo er ekki. Síðan bæta þeir gráu ofan á svart með því að eyða stórum fjárhæðum í hugmyndir sem eru afskaplega ólíklegar til að geta gengið upp viðskiptalega.

Uppfinningamaður einn heimsótti til dæmis mörg fyrirtæki með lyktarfría klósettskál sem hann hafði fundið upp. Hann hafði með sér fullbúið og virkt klósett til sýnikennslu sem hann sturtaði niður úr 1.600 sinnum. En hann hafði aldrei gert einkaleyfisleit. Á endanum fann hann fyrirtæki sem var nægilega áhugasamt til að gera sína eigin einkaleyfisleit. Þá kom fljótt í ljós að tæknin var þekkt í svo mörgum tilvikum að engin leið var að vernda hugmyndina. Uppfinningamaðurinn henti klósettinu sínu