Að setja saman viðskiptaáætlun

Engar strangar reglur gilda um uppbyggingu viðskiptaáætlunar, en ágætt er að hafa eftirfarandi til leiðbeiningar:

1.   Leiðandi samantekt

Eitt A4-blað með stuttu yfirliti um:

 • hver þið eruð: starfsferill, hæfni, reynsla.
 • hvað þið viljið gera.
 • hvers vegna rekstur ykkar eða hugmynd mun ná árangri.
 • sölu- og hagnaðarmöguleika.
 • þau aðföng sem þið ráðið þegar yfir.
 • þau viðbótaraðföng sem ykkur skortir.                                                                              

2.   Fyrirhuguð viðskipti

 • Útskýrið hvað þið viljið gera. Ef fyrirtæki ykkar er þegar til skuluð þið segja frá sögu þess og núverandi stöðu.
 • Gefið til kynna í hvaða stöðu þið sjáið fyrirtæki ykkar eftir 3-5 ár. (Fáir fjárfestar hafa áhuga á að vera með lengur en það.) 

3.   Hugmynd ykkar eða vara

 • Útskýrið hugmyndina á skiljanlegu máli, sérstaklega ef hún er hátæknileg.
 • Lýsið þeirri samkeppni sem bíður hennar og teljið upp þá eiginleika sem gera vöru ykkar að betri valkosti.
 • Leggið fram sannanir fyrir frumleika og eignarhaldi (einkaleyfisrannsóknir, einkaleyfisumsóknir o.s.frv.).
 • Lýsið í smáatriðum þeirri vöruþróun sem nauðsynleg er til þess að varan verði tilbúin á markað. 

4.   Markaðsupplýsingar

 • Leggið fram nákvæmar upplýsingar úr markaðsrannsókninni sem þið hafið unnið til þess að meta sölumöguleika. Gefið t.d. upp hversu stór markaðurinn fyrir vöru ykkar er og leggið fram frekari upplýsingar um samkeppnisvörur (söluverð þeirra, umfang sölu o.fl.).                                                                                                       
 • Gerið skrá yfir allar heimildir sem ekki eru bundnar trúnaði.
 • Jafnvel fagmannlegustu markaðsrannsóknum getur skjátlast um nýjar vörutegundir. Takið því með (í viðauka) viljayfirlýsingar, raunverulegar pantanir eða sölureikninga fyrir nokkrum frumgerðum. 

5.   Markaðssetningaraðferðir

 • Hvernig verður varan auglýst og seld?
 • Hverjir mun kaupa hana og á hvaða verði?
 • Spáið fyrir um söluhorfur og rökstyðjið spána. Sjóðstreymisáætlun ykkar (sjá Fjármál hér á eftir) mun sýna hvort þið hafið efni á því sem lagt er til. 

6.   Framleiðsla og dreifing

 • Hvernig verður varan framleidd, hver gerir það og hvar?
 • Leggið fram upplýsingar um allt sem skiptir máli ef þið hyggist framleiða vöruna sjálf, s.s. tækjabúnað og aðföng sem til þarf, birgja, vinnuafl, aðstöðu, flutninga, geymslu o.s.frv.
 • Hversu langan tíma mun taka að afgreiða pantanir?
 • Hvernig ætlið þið að stýra gæðum og þjónustu, þ.m.t. þjónustu eftir sölu?
 • Hvernig ætlið þið að tryggja samkomulag um dreifingu í heildsölu eða smásölu? 

7.   Framkvæmdastjórn

 • Lýsið ykkar eigin færni.
 • Lýsið færni annarra liðsmanna ykkar. (Leggið fram fullkomnar ferilskrár ykkar og annarra liðsmanna í viðaukanum.)
 • Greinið allar eyður í færni ykkar og lýsið því hvernig þið hyggist fylla í þær.
 • Hvaða viðbótarmannauðs munuð þið þarfnast? 

8.   Fjármál

(Hér gætuð þið þarfnast hjálpar endurskoðanda.)

 • Reiknið út og rökstyðjið nákvæmlega þá fjárhæð sem þið þurfið til að hleypa verkefninu af stokkunum.
 • Gerið áætlun um sjóðstreymi. Allan kostnað þarf að taka með og listinn getur verið mjög langur!
 • Hve mikið fé getið þið lagt fram sjálf, t.d. frá einkaaðilum eða öðrum, þ.m.t. ríkisstyrkir?
 • Gerið áreiðanleikakönnun. Gerið annars konar útgáfur af sjóðstreymisáætlun ykkar í því skyni að prófa áreiðanleika áforma ykkar. Hvaða áhrif mun það t.d. hafa á sjóðstreymi ykkar ef greiðslur fyrir vöru skila sér á fjórum mánuðum í stað tveggja, eða ef salan á fyrsta ári verður helmingi minni en ráð var fyrir gert. Íhugið allar mögulegar uppákomur því ef þið gerið það ekki munu mögulegir fjárfestar gera það!
 • Gefið til kynna hvernig fjárfestar geta losað sig með hagnaði út úr fyrirtæki ykkar eftir 3-5 ár. 

9.   Áhættustýring

 • Gefið til kynna hvernig þið hyggist lágmarka áhættu. Ef, til dæmis, fleiri en einn markaður kemur til greina, setjið þá stefnuna á þann sem minnst áhætta fylgir, jafnvel þótt álagning sé lægri.
 • Hvernig ætlið þið að bregðast við hröðum vexti? Fyrirtæki mega oft við minnstu þegar þau eru í hröðum vexti, þá geta útgjöldin vaxið hraðar heldur en tekjurnar. 

10.  Viðauki

Hér leggið þið fram öll þau stuðningsgögn sem minnst var á í hinum greinunum, einkaleyfisleitarsýrslur, ferilskrár, tæknilýsingar, viljayfirlýsingar o.s.frv. Byrjið á efnisyfirliti þannig að auðvelt sé að finna hvert skjal.