Að prófa uppfinninguna

Þörfin fyrir frumgerðir

Af augljósum ástæðum þurfið þið að sanna að hugmynd ykkar gangi upp. Fyrst fyrir ykkur sjálfum, en síðar fyrir fjárfestum eða fyrirtækjum. Ef uppfinningin er ferli eða viðskiptaaðferð getur áþreifanleg prófun bæði verið ómöguleg og ónauðsynleg. Ef uppfinningin er efni (t.d. ný tegund af hársápu) getur verið nóg að prófa sýnishorn.

Hins vegar, ef uppfinningin er framleiðanleg vara, þurfið þið, eftir efnum og ástæðum, að sýna hugmyndina þannig að hún líkist eins mikið og hægt er endanlegri vöru. Yfirleitt merkir það að búa þarf til minnst eina frumgerð, en oft heilu raðirnar. Nú ríður á að skipuleggja og stjórna frumgerðasmíðinni því hérna er líklega komið að fyrstu verulegu útgjöldunum.

Sumar hugmyndir eru í eðli sínu kostnaðarsamar og þá getur verið nauðsynlegt að leita sérstakrar fjármögnunar vegna frumgerðasmíðanna. Þá þurfið þið að safna sannfærandi gögnum sem sýna fram á að hugmyndin muni ganga upp og geti orðið svo arðbær að það réttlæti áhættuna sem hér er orðin mun meiri.